26.5.2010 | 20:42
Fjallapólitík...
Ef ég þekki þetta eldfjall rétt er það núna að lesa kosningabæklingana úr sveitunum þarna í kring og safna í sarpinn fyrir ægilegan kosningafögnuð... eða kannski ófögnuð eins og þegar skýrslan fræga kom út...
Eins gott að þið kjósið rétt :-)
Áfram gufubólstar frá gígnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2010 | 01:07
Slóðaframboð.
SLÓÐAFRAMBOÐ.
Fyrirspurn til frambjóðenda til sveitarstjórnarkosninga um ætlaða framtíðarsýn varðandi samhæfingu núverandi og fyrirhugaðra samgöngumannvirkja með tilliti til fyrrverandi, núverandi og tilvonandi samgönguaðferða almennings.
Eins og allir vita hefur þjóðin íslenska mátt þola ýmislegt misjafnt í því efnahagslega hruni sem dynur yfir um þessar mundir. Ýmislegt hefur verið sagt og ýmsu verið lofað af ráðamönnum en innheimtumenn virðast hafa frjálsar hendur við upptöku eigna hjá að því er virðist fórnarlömbum brotabankamanna og húseignir og síðast en ekki síst bílar vörslusviftir og boðnir upp án þess að stjórnvöld svo mikið sem blikki augunum.
Nú í tilefni þess að almenningur fær að lötra í kjörklefana til að setja X-ið sitt við þann illskástasta valkost sem viðkomandi telur að í boði sé er ekki úr vegi að einhver taki af skarið og spyrji þá frambjóðendur sem á listunum eru hver þeirra framtíðarsýn er varðandi hestvagnaslóða innan bæjarmarka og ekki síður borgarmarkanna því ekki er víst að allt sé sem sýnist í þessum málaflokki.
Mikið hefur verið rætt um reiðhjól og reiðhjólastíga undanfarið og átak eins og hjólað í vinnuna verið upp á pallborðinu en hestvagnaslóðar og reiðstígar hafa ekki verið nefndir að því er undirritaðan reki minni til þrátt fyrir töluverða hrossaeign landsmanna. Kannski telur enginn lengur þörf á þessum gerðum samgönguleiða þar sem hestar og hestvagnar hafa ekki verið ýkja sýnilegir innan bæjarmarka og hvað þá borgarmarkanna undanfarin misseri nema stöku hross innan hesthúsahverfanna.
Undirritaður telur þónokkrar líkur á að breyting muni verða þar á enda telur undirritaður að stefna bæði núverandi og undanfarandi stjórnvalda varðandi almenna bíleigendur, heimilin, skuldara, atvinnubílstjóra og almenningssamgöngur sé með þeim hætti að einungis sé spurning um hvort komi á undan eggið eða hænan, eða sem sagt í þessu tifelli hestvagnarnir eða hestvagnaslóðarnir.
Undirritaður telur einnig að sú umræða sem farin er af stað varðandi grænar samgöngur eigi einkar vel við hestvagna ásamt því sem yfirdrifin ræktun á eldsneyti á hin einungis eins hestafla fyrirbæri sem knýja vagnana verið stunduð af kappi árum saman á umferðareyjum og hvar sem auður blettur fyrirfinnst þó allir séu auðvitað löngu búnir að gleyma upphaflegum tilgangi áðurnefndrar ræktunar. Miðað við núverandi samgönguaðferðir almennings ætti að vera löngu búið að skipta yfir í ræktun er hentaði betur núverandi allráðandi mergsjúgandi blikkbeljum, svo sem repju enda orðið auðvelt að vinna gjaldeyrissparandi repjuolíu úr þeirri plöntu. Einfaldari leiðin er þó að stuðla að nýtingu núverandi eldsneytisræktunar með gerð fullkomins vagnslóðakerfis og samnýta mætti þá aðgerð með gerð samliggjandi reiðhjólastígakerfis.
Brýnt er að móta stefnu í þessum málum ÁÐUR en bylgja langþreyttra atvinnulausra eignasviftra bíleigenda flykkist af stað að sinna erindum sínum á heimasmíðuðum vögnum sínum dregnum af dritandi fyrrum en einnig líklegasta tilvonandi þarfasta þjóninum og mikilvægt að afstaða frambjóðenda komi skýrt fram í þessu þjóðþrifa máli svo hægt verði að forðast skammsýnustu valkostina þegar í kjörklefann er komið.
Athugasemdir og svör berist á www.moldarkofi.blog.is
Virðingarfyllst: Björgvin Kristinsson leigubílstjóri.
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt 26.5.2010 kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Björgvin Kristinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar